Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. október 2019 18:45 Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01