Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 06:30 Verjendurnir greina fjölmiðlum frá því á sínum tíma að þeir hafi sagt sig frá Al Thani-málinu. Fréttablaðið/Pjetur Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið. Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið.
Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30