Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2019 20:30 Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn í Svartsengi í dag. Finnur Beck, starfandi forstjóri HS Orku, til vinstri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan. Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. Orðrómur er um að Perry hyggist segja af sér embætti en hann hefur með beinum hætti blandast inn í Úkraínu-mál Donalds Trumps. Rætt var við Perry í fréttum Stöðvar 2. Rick Perry hóf Íslandsheimsóknina á því að skoða orkuverið í Svartsengi en hann er kominn til að sækja ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Starfandi forstjóri HS Orku, Finnur Beck, fylgdi ráðherranum um orkuverið og fræddi hann um jarðhitanýtingu Íslendinga. Gert hafði verið ráð fyrir um hálftíma langri heimsókn en skoðunarferðin um orkuverið tók á aðra klukkustund. Orkumálaráðherrann skoðaði orkuverið í fylgd forstjóra HS Orku og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fleiri gesta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Rick Perry er einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, var ríkisstjóri Texas um fimmtán ára skeið og hefur tvívegis sóst eftir útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Á endasprettinum síðast lýsti hann yfir stuðningi við Donald Trump og fékk embætti orkumálaráðherra að launum. Núna hefur Perry blandast með beinum hætti inn í rannsóknina á samskiptum Trumps við forseta Úkraínu og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs að hann muni segja af sér embætti orkumálaráðherra. Perry varði hins vegar forseta sinn í dag með oddi og egg. „Þessi hugmynd um að forsetinn hafi á einhvern hátt gert eitthvað sem verðskuldi ákæru fyrir embættisafglöp er algert bull. Þetta er pólitík og það er ekki forseti Bandaríkjanna sem stendur fyrir því,“ sagði Rick Perry. Rick Perry í dag: „Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. -Það hafa verið vangaveltur um að þú sért á leið úr embætti. Munt þú enn verma stólinn í lok þessa árs? „Það hafa verið fréttir um þetta núna í níu mánuði, að ég sé á leiðinni út. Einhvern daginn, ef þeir halda áfram að segja þetta, munu þeir hafa rétt fyrir sér. Ég verð ekki orkumálaráðherra að eilífu.“ Hér má sjá samtal Ricks Perry við fréttamenn í Svartsengi í dag í heild sinni En hvað finnst honum um jarðhitanýtingu Íslendinga eftir að hafa kynnst henni í Svartsengi? „Þetta er stórkostleg tækni. Ég sagði við Finn: Þú veist hvílík blessun það er að búa í landi sem hefur þessa auðlind, að geta notað jarðhitann sem er í raun guðsgjöf til ykkar. Þið hafið beislað hana, breytt henni í raforku, þið hitið húsin ykkar, þið drífið hagkerfið áfram. Flest lönd myndu gefa hvað sem er fyrir að sitja á svona auðlindum,“ svaraði orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Lengra viðtal við Rick Perry má sjá hér að neðan.
Donald Trump Jarðhiti Norðurslóðir Orkumál Ákæruferli þingsins gegn Trump Umhverfismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Rick Perry mættur til Íslands Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag. 9. október 2019 15:57