Deila um virði Hótel Rangár Björn Þorfinnsson skrifar 30. september 2019 08:00 Friðrik Pálsson, aðaleigandi Hótel Rangár, verst nú kröfum fyrrverandi hluthafa í dómsal. Fréttablaðið/GVA Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Í næstu viku fer fram fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli fyrrverandi hluthafa í Hótel Rangá gegn núverandi eigendum. Björn Nygaard Kers átti 17 prósenta hlut í rekstrarfélagi Hótel Rangár, Hallgerði ehf., í gegnum félag sitt, Bob Borealis ehf. Hann kom að stofnun og uppbyggingu félagsins um árabil og starfaði sem framkvæmdastjóri hótelsins frá árinu 2003 til 2010. Rekstrarfélagið keypti hlut Björns árið 2013. Söluverð hlutarins var reiknað út frá rekstrarafkomu, eignum og væntum framtíðartekjum hótelsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi telur að þær tölulegu upplýsingar hafi verið rangar og kaupverðið hafi því verið alltof lágt. Heldur hann því fram að á sama tíma hafi meirihlutaeigendur verið að reyna að selja hótelið áhugasömum fjárfestum og þar hafi mun aðrar og mun hagstæðari rekstrartölur verið kynntar. Deilan hefur staðið yfir í nokkur ár án þess að náðst hafi sættir. Fyrir utan að stefna rekstrarfélaginu sjálfu fyrir dóm var Friðrik Pálssyni, stærsta eiganda félagsins, stefnt sem og dætrum hans, Mörtu Maríu og Ingibjörgu Guðnýju Friðriksdætrum. Í skriflegu svari frá Einari Þór Sverrissyni, lögmanni Friðriks og dætra hans, kemur fram að skjólstæðingar hans segi ásakanir Björns tilhæfulausar. „Mótaðilinn ákvað að fara með málið fyrir dómstóla og það verður rekið þar,“ segir í svarinu. Hótel Rangá er eitt þekktasta hótel landsins og rekstur þess hefur gengið vel. Fjölmargar erlendar stórstjörnur hafa gist þar og er hótelið vinsælt hjá erlendum kvikmyndaverum. Hótelið komst í heimsfréttirnar þegar Kardashian-systurnar og rapparinn Kanye West tóku þar upp þátt. Uppsafnaður hagnaður af starfseminni er um 650 milljónir króna síðan árið 2010 og arðgreiðslur til hluthafa numið 260 milljónum króna á tímabilinu. Friðrik Pálsson er langstærsti hluthafinn en eignarhlutur hans er 85 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira