Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2019 08:30 Þungi umferðarinnar í borginni er oft mikill bæði að morgni og síðdegis.Nú á að hefja stórátak í samgöngumálum borgarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34
Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02