Lögreglunni barst í kvöld tilkynning um að ráðist hefði verið á unglinga við Salaskóla í Kópavogi. Að sögn tilkynnanda voru hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti en í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að málið sé í rannsókn.
Í Hafnarfirði réðst maður inn í húsnæði og hótaði húsráðanda barsmíðum. Þá var einnig ráðist að húsi í Kópavogi og var lögregla send á vettvang.
Sjúkrabíll og lögregla voru send á vettvang í Hlíðahverfi þar sem drukkinn maður hafði dottið á höfuðið og blæddi mjög. Ekki er vitað nánar um ástand hans að svo stöddu.
Þá voru tveir handteknir fyrir þjófnað í verslun við Nýbýlaveg í Kópavog.
Hafnaboltakylfur, hnífar og hnúajárn á lofti í árás á unglinga við Salaskóla
Sylvía Hall skrifar
