Þessi ein milljón lítra er olía sem notuð er í Grímsey, í framleiðslu Sæplasts á Dalvík, í Malbiksframleiðslu og í ferjusiglingum í firðinum. Þar er notað jarðefnaeldsneyti sem auðveldlega mætti skipta út fyrir lífdísil. Hægt er að framleiða þessa olíu í firðinum úr lífrænum úrgangi sem til fellur og steikingarolíu sem er safnað á Akureyri og væri hægt að framkvæma orkuskiptin á innan við tveimur árum.
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir þetta mjög auðvelda framkvæmd í sjálfu sér þar sem tæknin sé fyrir hendi.

Af þessu yrði ávinningurinn skýr því eitt kíló af eldsneyti losar um 2,6 kíló af koltvísýringi.
Því myndi þessi orkuskipti þýða minnkandi losun sem nemur um 2.600 tonnum.
„Það jafngildir að um þúsund bifreiðar yrðu teknar af götunum,“ bætir Guðmundur Haukur við.
„Rafbíll kostar um fjórar milljónir að meðaltali. Þúsund bílar kosta um fjóra milljarða en þetta verkefni um 500 milljónir og það borgar sig upp hratt.“ Molta vinnur nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir framleiðslu sína í Eyjafirði með það fyrir augum að geta komist í eigið húsnæði þar sem hægt er að byggja við.
Þessi framleiðsla gæti því hafist innan fárra ára.