Smábátasjómenn saka Fiskistofu um lögbrot Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2019 13:02 Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Fréttablaðið/Hörður Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan. Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl. Við það sköpuðust forsendur til flutnings á veiðiheimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Í yfirlýsingu frá sambandinu segir að magnið sem flutt hafi verið nemi þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigumarkaði með krókaaflamark. Stjórnin krefst þess að sjávarútvegsráðherra gefi Fiskistofu nú þegar fyrirmæli um að ógilda allar tilfærslur úr krókaaflamarki yfir í aflamark þar sem makríll sé notaður sem skiptimynd.Sakar Fiskistofu um lögbrot Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann spurður að því hvort hann telji Fiskistofu vera að brjóta lög. „Þeir túlka þetta örugglega þannig að þetta sé löglegt. En þetta var stöðvað í ákveðinn dagafjölda um daginn og þá áttum við von á því að ráðherrann myndi grípa inn í og beinlínis gefa leiðbeiningar eða fyrirskipun um það að þetta væri algerlega óheimilt. En á síðasta degi í millifærslu á síðasta fiskveiðiári þá byrjaði þetta alveg stjórnlaust og þetta hefur haldið áfram stjórnlaust á nýju fiskveiðiári líka,“ segir Örn.Þannig að þið eruð að segja að Fiskistofa er að brjóta lög.„Já við segjum það í raun og veru að þetta hafi verið óheimilt að gera þetta með þessum hætti,“ segir Örn.Tuttugu milljónir sem skapast Örn tók dæmi máli sínu til stuðnings. „Til dæmis á bát sem hefur verið fært af 300 tonn af þorski, og það er nú komið á togara. Og verðgildi þessa kvóta á leigumarkaði breytist úr 60 milljónir í 80 milljónir. Þarna eru 20 milljónir sem myndast við þennan gjörning,“ sagði Örn Pálsson hjá Landsambandi Smábátaeigenda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni að neðan.
Bítið Sjávarútvegur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent