Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 14:21 Ungt fólk leiddi fjöldamótmæli til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum í New York og fjölda annarra borga um allan heim á föstudag. Vísir/EPA Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26