Hraðakstur og bágborið ástand bíls orsök banaslyss á Grindavíkurvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2019 16:32 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni. Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni.
Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00