Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 17:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45