Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 17:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent