Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 11:24 Skúli Eggert ríkisendurskoðandi en þau Laufey Guðjónsdóttir hjá Kvikmyndamiðstöð og Magnús Geir Þórðarson hjá RUV mega vænta stjórnsýslúttekar á störfum stofnana sem þau veita forstöðu bráðlega. „Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég get sagt þér að hún er á lokastigi. Líklegt að hún verði orðin gerð opinber í seinni hluta næsta mánaðar, október,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi spurður um það hvernig skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu líði? Níu skýrslur er nú til vinnslu hjá stofnuninni, mislangt komnar í vinnslu. Þær eru: Vatnajökulsþjóðgarður Endurgreiðslukerfi kvikmynda RÚV Lindarhvoll Stjórnsýsla dómstóla Nýting vegafjár Tryggingastofnun Ríkislögreglustjóri Aðkoma Samgöngustofu og Isavia að rekstri og starfsem WOW air í aðdraganda gjaldþrots. Ýmsir bíða jafnan langeygir eftir stjórnsýsluúttektum og nú ekki síst frumkvæðisskýrslu um RUV sem svo tengist ýmsum öðrum málum sem eru í deiglunni. Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri er meðal umsækjenda um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er nú með þær umsóknir til umfjöllunar og er ráðgefandi álits þaðan að vænta á næstu dögum. Auk þess sem staða RUV hlýtur að skipta verulegu máli í tengslum við fjölmiðlafrumvarp sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er nú með í vinnslu. Skúli Eggert segir ganginn á þessu þann að skýrslur þurfi að senda til andmæla, umsagna og svo fara skýrslurnar fyrir Alþingi. Þegar búið er að fjalla um skýrslurnar þar eru þær birtar á vef stofnunarinnar. „Það koma sennilega þrjár skýrslur út í næsta mánuði sem eru um Vatnajökulsþjóðgarð, RUV og Endurgreiðslu kvikmynda,“ segir Skúli. Hins vegar mega menn bíða lengur eftir skýrslu um Ríkislögreglustjóra sem nú er mjög til umfjöllunar. Ríkisendurskoðandi segir jafnframt að skýrslugerð og rannsóknir sem þessar heimti mikla yfirlegu og mannafla en þær eru nú unnar í meiri teymisvinnu en áður var.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Stjórnsýsla Ríkisútvarpið Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00
Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni. 11. september 2019 18:36