Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 17:23 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sakar hún forsætisráðherra um að reyna að „þvo alfarið hendur sínar,“ með því að fela sig á bak við það að það sé ríkislögmaður sem reki málið fyrir hönd ríkisins. Tilefnið er greinagerð ríkislögmanns þar sem fram kemur að ríkið krefjist sýknu af bótakröfu Guðjóns. Ríkið telji bótakröfuna fyrnda en auk þess er því haldið fram af hálfu ríkisins í greinagerðinni að Guðjón eigi sjálfur að hluta til sök á því að hann var ranglega dæmdur. „Skjólstæðingur ríkislögmanns er íslenska ríkið og fer forsætisráðherra með málefni embættisins. Í Guðmundar- og Geirfinnsmálum er settur ríkislögmaður þess vegna að koma fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og er því ómögulegt fyrir hæstvirtan forsætisráðherra að þvo alfarið hendur sínar af því sem þar er gert,“ sagði Helga Vala við upphaf þingfundar á Alþingi í dag undir dagskrárliðnum um störf þingsins.Sjá einnig: Ríkislögmaður segir áhrif sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum á framvindu máls hafa áhrif á bætur Vék hún orðum sínum sérstaklega að fréttatilkynningu sem forsætisráðuneytið birti í kjölfar umfjöllunar um greinagerð ríkislögmanns þar sem áréttað er að ríkislögmaður annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu. Hann hafi almennt forræði á kröfugerð og framsetningu málsvarnar og þá er ítrekað í fréttatilkynningunni að ríkisstjórnin hafi stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Fréttatilkynning sem send var frá forsætisráðuneyti í kjölfar birtingar á greinargerð íslenska ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar er því í meira lagi óheppileg svo vægt sé til orða tekið því á henni má skilja að sá aðili sem er í dómsmálinu telji sig enga ábyrgð bera á framsetningu málsins,“ sagði Helga Vala. Það sé vissulega ríkislögmaður sem annist vörn í einkamálum sem höfðuð séu gegn ríkinu en rétt er eins og í öðrum málum sé það þannig að það sé aðilinn sjálfur, í þessu tilfelli ríkið, sem er í dómsmálinu en ekki lögmaðurinn. „Sá hvítþvottur sem að hæstvirtur forsætisráðherra setti fram á eigin embætti á föstudaginn var sýndi okkur því miður annað tveggja; áhugaleysi hennar á málinu, hafi hún ekki fylgt því eftir og/eða ábyrgðarleysi sem hún samkvæmt lögum um stjórnarráð má ekki sýna,“ sagði Helga Vala. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipuð verði sérstök þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að gera sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum ákæruvalds og dómsvald í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Helga Vala er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24 „Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32 Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Gáttaður á framgöngu ríkissins vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins "Ég get með engu móti séð að það sé rétt hjá hæstvirtum ráðherra að það sé einlægur vilji ríkisstjórnarinnar til þess að ná sátt í málinu.“ 23. september 2019 17:24
„Katrín Jakobsdóttir hefði getað afstýrt þessari nýjustu árás“ Barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar segir að forsætisráðherra ætti að skammast sín fyrir sinn þátt. 22. september 2019 20:32
Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum "Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum“ 24. september 2019 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent