Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kynnt þingmönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 11:43 Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut á dögunum.Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu. Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira