Samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kynnt þingmönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 11:43 Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut á dögunum.Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu. Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir með ólíkindum að fyrirhugað samkomulag um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið kynningu í nefndinni. Til stendur að samkomulagið verði undirritað á morgun. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hefur verið í vinnslu í nokkurn tíma. Ekki liggur fyrir opinberlega ennþá hvað felst í samkomulaginu en það mun meðal annars snúa að borgarlínu, hugsanlegum vegtollum og uppbyggingu samgöngumannvirkja. Nú rétt fyrir hádegi hófst fundur í samgönguráðuneytinu þar sem þingmönnum höfuðborgarsvæðisins og nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd verður kynnt efni samkomulagsins. Bergþór Ólason er formaður nefndarinnar. „Það er nú þannig að það sem vekur kannski mestar áhyggjur í þessum efnum er að þarna sé ríkið skuldbundið um einhverja 50 plús milljarða án þess að hafa haft eitthvað með beinum hætti að segja um þá skuldbindingu,” segir Bergþór. Hann fagni því að loksins fái þingmenn kynningu á málinu en hann telji þó að það hafi átt að fá kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. Sjálfur viti hann lítið en ekkert um eiginlegt efni samningsins umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm„Þarna er til dæmis allt sem snýr að gjaldtökunni, sem sagt veggjöldunum sem þarna virðast útlistuð að einhverju marki, það er eitthvað sem að náttúrlega verður aldrei klárað nema með aðkomu Alþingis. Þannig að mér hefði þótt sjálfsagt, svo vægt sé til orða tekið, að Alþingi hefði fengið að hafa skoðun á því hvernig þetta er rammað inn.” Það sé þó ánægjuefni að ráðast eigi í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. „Þær hafa setið á hakanum síðan sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu samkomulag árið 2012 um að fara í svokallað framkvæmdastopp þar sem að var settur milljarður aukalega í strætó á ári í stað þess að fara í stórframkvæmdir á svæðinu,” segir Bergþór. Hann telji mikilvægt að komast út úr þeim fasa. „Það blasir við öllum að stofnbrautakerfið innan höfuðborgarsvæðisins er löngu sprungið. Þannig að ég er mjög jákvæður gagnvart uppbyggingunni á höfuðborgarsvæðinu en ég hef miklar efasemdir um það hvernig er haldið á þessu máli í augnablikinu.
Alþingi Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira