Skessan veldur usla í Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. september 2019 15:30 Á 90 ára afmælisári FH er horft björtum augum til framtíðar en Skessan verður tekin í notkun von bráðar. Fréttablaðið/Valli Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn