Kæra ákvörðun um að hætta rannsókn á upphlaupi á fundi Sjálfstæðismanna Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 14:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Skjáskot úr upptöku Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. Á fundinum átti að ræða þriðja orkupakkann en uppnám varð þegar mennirnir, sem voru í hópi fundargesta, fengu orðið og beindu spurningum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra, um málefni þeirra sjálfra. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Hælisleitendurnir – þeir Ali Mayih Obayes Al-Ammeri, Moses Mwobodo og Samuel Elijah – fóru hins vegar ekki að fyrirmælum Ármanns um að yfirgefa salinn og sagði Ármann þá að ekki þyrfti að hringja á lögreglu þar sem tveir lögreglumenn væru meðal fundargesta. Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður náði myndbandi af uppákomunni og var notast við myndbandið við rannsókn á málinu. Mátti þar sjá Þorvald Sigmarsson, fyrrverandi lögreglumann og annan þeirra sem Ármann vísaði í, grípa í jakka eins mannanna. Hælisleitendurnir kærðu síðar Þorvald.Rannsókninni hætt Í rökstuðningi saksóknara, sem dagsettur er 27. ágúst, segir að mennirnir hafi verið með háreisti og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fundarstjóra. Þorvaldur, sem síðar var kærður, hafi kynnt sig sem slíkur og gert tilraun til að vísa mönnunum af fundinum. Segir að hann hafi tvívegis gripið í jakka eins mannanna í viðleitni sinni að fá þá til að hlýða fyrirmælum og yfirgefa fundarsalinn. Í viðtali við Stundina sagði Þorvaldur að hann hafi sagt: „Ef ekki, þá tökum við ykkur út. Við tökum ykkur út. Við erum lögreglan. Þú getur talað við mig, ég er lögreglumaður.“ Hann hafi hins vegar leiðrétt sig síðar. „Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta. [...] Þetta kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stundina. Var það niðurstaða héraðssaksóknaraembættisins að með háttsemi Þorvalds hafi hann ekki tekið sér opinbert vald, sem hann hafði ekki samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi ekki verið að sinna lögboðnum skyldum lögreglu. Þá hafi Þorvaldur heldur ekki brotið gegn sömu lögum, hvað það varðar að ekki yrði séð að tjón hafi hlotist af því þegar hann togaði í jakka mannsins. Ekki væri grundvöllur til frekari rannsóknar og hafi henni því verið hætt.Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah.Vísir/vilhelmÓnákvæm og einhliða lýsing Í bréfi Auðar Tinni Aðalbjarnardóttur, lögmanns mannanna, til ríkissaksóknara, sem dagsett er 19. september og fréttastofa er með undir höndum, er ákvörðun saksóknara um að fella málið niður kærð. Segir að kærendur telji að lýsing fulltrúa héraðssaksóknara á atvikum gefi til kynna að yfirsýn embættisins yfir málið hafi verið ófullnægjandi og að ljóst sé að frekari rannsóknar sé þörf. Sé lýsing saksóknara á atvikum einhliða og ónákvæm þegar sagt er að mennirnir hafi haft frumkvæði að því að vera með háreisti á fundinum. Kærendur hafi óskað eftir leyfi að bera fram spurningum á ensku – nokkuð sem ráðherra [Þórdís Kolbrún] heimilaði. Þá hafi Þorvaldur ekki togað tvívegis í jakka eins kærenda, heldur togað tvisvar í hálsmál tveggja og í úlpu þess þriðja.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður mannanna.Réttur.isAndlegt tjón Mennirnir telja jafnframt hafi ekki verið skýrt að fundarstjóri hafi tekið ákvörðun um að mennirnir skyldu víkja af fundinum. Því hafi mennirnir einfaldlega verið að framfylgja vilja Ármanns fundarstjóra. „Á myndbandinu má sjá að fundarstjóri biður kærendur á einum tímapunkt vinsamlegast um að fara út en skömmu síðar er hann ásáttur við það að þeir setjist niður og aðrir fundargestir fái að spyrja spurninga,“ segir í kærunni til ríkissaksóknara. Sömuleiðis hafna kærendur því að „ekki hafi hlotist tjón af“ þegar Þorvaldur togaði í jakka mannsins. „Þá vísa kærendur sérstaklega til þess að í skýrslutökum yfir tveimur þeirra kom fram að báðir hafi beðið andlegt tjón vegna atviksins og að einn þeirra hafi misst þvag á vettvangi vegna hræðslu. Telja þeir að slíkt feli í sér andlegt tjón og minna í þessu samhengi á að þeir eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sérstaklega gagnvart yfirvöldum.“ Fara kærendur fram á að ákvörðun héraðssaksóknara verði felld úr gildi, frekari rannsókn gerð og að ákæra verði gefin út í málinu að því loknu. Hælisleitendur Kópavogur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Þrír hælisleitendur hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara að hætta rannsókn á upphlaupi sem varð á fundi Sjálfstæðisflokksins í Salnum í Kópavogi í lok apríl síðastliðinn til ríkissaksóknara. Á fundinum átti að ræða þriðja orkupakkann en uppnám varð þegar mennirnir, sem voru í hópi fundargesta, fengu orðið og beindu spurningum til Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra, um málefni þeirra sjálfra. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri og bað hann mennina um að yfirgefa salinn og fara að reglum fundarins. Hælisleitendurnir – þeir Ali Mayih Obayes Al-Ammeri, Moses Mwobodo og Samuel Elijah – fóru hins vegar ekki að fyrirmælum Ármanns um að yfirgefa salinn og sagði Ármann þá að ekki þyrfti að hringja á lögreglu þar sem tveir lögreglumenn væru meðal fundargesta. Vilhjálmur Þorsteinsson hugbúnaðarhönnuður náði myndbandi af uppákomunni og var notast við myndbandið við rannsókn á málinu. Mátti þar sjá Þorvald Sigmarsson, fyrrverandi lögreglumann og annan þeirra sem Ármann vísaði í, grípa í jakka eins mannanna. Hælisleitendurnir kærðu síðar Þorvald.Rannsókninni hætt Í rökstuðningi saksóknara, sem dagsettur er 27. ágúst, segir að mennirnir hafi verið með háreisti og ekki látið af háttsemi sinni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fundarstjóra. Þorvaldur, sem síðar var kærður, hafi kynnt sig sem slíkur og gert tilraun til að vísa mönnunum af fundinum. Segir að hann hafi tvívegis gripið í jakka eins mannanna í viðleitni sinni að fá þá til að hlýða fyrirmælum og yfirgefa fundarsalinn. Í viðtali við Stundina sagði Þorvaldur að hann hafi sagt: „Ef ekki, þá tökum við ykkur út. Við tökum ykkur út. Við erum lögreglan. Þú getur talað við mig, ég er lögreglumaður.“ Hann hafi hins vegar leiðrétt sig síðar. „Mér urðu á mistök þegar ég sagði þetta. [...] Þetta kom öfugt út úr mér. Ég leiðrétti þetta við þessa menn á eftir. Ég ætlaði að segja „I was a policeman“. Ég er enginn sérfræðingur í ensku,“ sagði Þorvaldur í samtali við Stundina. Var það niðurstaða héraðssaksóknaraembættisins að með háttsemi Þorvalds hafi hann ekki tekið sér opinbert vald, sem hann hafði ekki samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga, þar sem hann hafi ekki verið að sinna lögboðnum skyldum lögreglu. Þá hafi Þorvaldur heldur ekki brotið gegn sömu lögum, hvað það varðar að ekki yrði séð að tjón hafi hlotist af því þegar hann togaði í jakka mannsins. Ekki væri grundvöllur til frekari rannsóknar og hafi henni því verið hætt.Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah.Vísir/vilhelmÓnákvæm og einhliða lýsing Í bréfi Auðar Tinni Aðalbjarnardóttur, lögmanns mannanna, til ríkissaksóknara, sem dagsett er 19. september og fréttastofa er með undir höndum, er ákvörðun saksóknara um að fella málið niður kærð. Segir að kærendur telji að lýsing fulltrúa héraðssaksóknara á atvikum gefi til kynna að yfirsýn embættisins yfir málið hafi verið ófullnægjandi og að ljóst sé að frekari rannsóknar sé þörf. Sé lýsing saksóknara á atvikum einhliða og ónákvæm þegar sagt er að mennirnir hafi haft frumkvæði að því að vera með háreisti á fundinum. Kærendur hafi óskað eftir leyfi að bera fram spurningum á ensku – nokkuð sem ráðherra [Þórdís Kolbrún] heimilaði. Þá hafi Þorvaldur ekki togað tvívegis í jakka eins kærenda, heldur togað tvisvar í hálsmál tveggja og í úlpu þess þriðja.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður mannanna.Réttur.isAndlegt tjón Mennirnir telja jafnframt hafi ekki verið skýrt að fundarstjóri hafi tekið ákvörðun um að mennirnir skyldu víkja af fundinum. Því hafi mennirnir einfaldlega verið að framfylgja vilja Ármanns fundarstjóra. „Á myndbandinu má sjá að fundarstjóri biður kærendur á einum tímapunkt vinsamlegast um að fara út en skömmu síðar er hann ásáttur við það að þeir setjist niður og aðrir fundargestir fái að spyrja spurninga,“ segir í kærunni til ríkissaksóknara. Sömuleiðis hafna kærendur því að „ekki hafi hlotist tjón af“ þegar Þorvaldur togaði í jakka mannsins. „Þá vísa kærendur sérstaklega til þess að í skýrslutökum yfir tveimur þeirra kom fram að báðir hafi beðið andlegt tjón vegna atviksins og að einn þeirra hafi misst þvag á vettvangi vegna hræðslu. Telja þeir að slíkt feli í sér andlegt tjón og minna í þessu samhengi á að þeir eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sérstaklega gagnvart yfirvöldum.“ Fara kærendur fram á að ákvörðun héraðssaksóknara verði felld úr gildi, frekari rannsókn gerð og að ákæra verði gefin út í málinu að því loknu.
Hælisleitendur Kópavogur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55