„Útfærslan skiptir öllu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:03 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór. Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór.
Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36