„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:38 Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39