„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:38 Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“ Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ekki sannfærð um ágæti ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Dagurinn í dag er táknrænn fyrir framvindu Guðmundar og Geirfinnsmálsins sem því miður sér ekki enn fyrir endann á. Forsætisráðherra hefur boðað að færa Guðmundar- og Geirfinnsmálin aftur inn í þingsal. Ég er alls ekki sannfærð um þá leið,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook síðu sína. Forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem forsætisráðherra hefði gleymt málunum og sé nú að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á þingið. Sjá nánar: Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum og ekki sýnt þeim áhuga „Ríkisstjórnin getur enn hysjað upp um sig buxurnar. Hún getur á skýran og ótvíræðan hátt afturkallað greinargerðina, ítrekað afsökunarbeiðni sína og viðurkennt sakir ríkisins og þess hryllings sem íslensks réttarkerfi hefur boðið þolendum málsins og afkomendum þeirra upp á,“ segir Þorgerður Katrín. Ríkisstjórnin verði að gera sér grein fyrir því að í þessu máli þurfi að greiða háar fjárhæðir. „Upp á framtíðina að gera. Þetta má ekki koma upp aftur. Aldrei. Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi þannig að grundvallarreglur réttarríkis verði ávallt hafðar í huga. Ekki stjórnmála eða kerfisins sjálfs. Ef ekki næst samkomulag um bætur getur sá þáttur komið til kasta dómstóla en það blasir við að þetta verða háar bótafjárhæðir.“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. „Það er hinsvegar enn tækifæri til að breyta þeirri staðreynd og dagurinn í dag væri tilvalinn til þess. Aðstæður núna snúast ekki um að bjarga andliti ríkisstjórnarinnar eða kerfisins heldur að gera það sem er rétt. Fyrir framtíðina, mennskuna og mannréttindi.“
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00 Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu. 20. september 2019 21:00
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 27. september 2019 12:51
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Sigmundur spyr hvort Klúbbsmenn verði beðnir afsökunar Formaður Miðflokksins spyr hvort að forsætisráðherra telji að þeir verðskuldi skaðabætur vegna þess varðhalds og annarra áhrifa meðferðarinnar af hálfu yfirvalda. 27. september 2019 08:39