Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 23:26 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33