Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 23:26 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum í dag. Hvarf Anne-Elisabeth hefur vakið mikinn óhug í Noregi en ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn. Norskum fjölmiðlum hefur verið tíðrætt um bréf sem mannræningjarnir skildu eftir á vettvangi, þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt og hótuðu því jafnframt að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingjaÍ vikunni hafa fjölmiðlar aftur beint sjónum sínum að bréfinu en efni þess er þó ekki í eldlínunni í þetta sinn. Þannig greindi norska dagblaðið VG frá því á þriðjudag að lögregla hefði rannsakað pappírsörkina sjálfa sem skilaboð mannræningjanna til Toms Hagen, eiginmanns Anne-Elisabeth, eru rituð á. Lögregla telur sig nú hafa rekið slóð pappírsins en hann er sagður keyptur í stórri, norskri ritfangakeðju. Ekki hefur þó enn fengið staðfest hvaða verslun um ræðir.Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPANRK greinir svo frá því í dag að rannsóknin hverfist einnig um umslag, sem bréfið á að hafa verið í. Lögregla hefur hingað til ekki viljað tjá sig um umslagið en lögreglustjórinn Tommy Brøske staðfestir nú að sé mikilvægur þáttur í rannsókninni. Hann fer þó ekki nánar út í það hvaða hlutverki umslagi gegnir í leit lögreglu að mannræningjunum. Lögregla segir rannsóknina nú einkum beinast að því að rekja slóð umslagsins, pappírsins og fleiri muna sem fundust á heimili Hagen-hjónanna, og fara yfir færslur í viðeigandi verslunum. Enn er þó gengið út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Lögregla telur hverfandi líkur á því að Anne-Elisabeth sé á lífi, þrátt fyrir að mannræningjarnir haldi því fram í samskiptum við Hagen-fjölskylduna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14 Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34 Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Hótuðu að birta myndband af aftöku Anne-Elisabeth Þetta er í fyrsta sinn sem Tom Hagen upplýsir um það sem fólst nákvæmlega í hótunum mannræningjanna. Farið var fram á lausnargjaldið í bréfi sem þeir skildu eftir á heimili Hagen hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. 29. ágúst 2019 23:14
Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. 6. ágúst 2019 10:34
Lögregla telur enn að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Lögregla í Noregi gengur enn út frá því að Anne-Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 6. ágúst 2019 13:33