Meira en þrjátíu látnir eftir að helgihald breyttist í öngþveiti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2019 21:45 Shia múslimar berja sjálfa sig til að marka upphaf Ashura. Myndin er frá helgihaldi í Pakistan og tengist fréttinni ekki beint. AP/Arshad Butt Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi. Írak Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Minnst 31 létust í samkomu í tilefni af Ashura, sem er helgur dagur Shia múslima, í íröksku borginni Karbala. Mennirnir voru troðnir niður í öngþveiti. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins sagði í samtali við BBC að hundrað til viðbótar hafi slasast og varaði við því að tala látinna gæti hækkað. Samkvæmt heimildum myndaðist öngþveitið þegar pílagrími hrasaði á meðan hundruð þúsundir manna voru að framkvæma helgisið. Ashura helgidagurinn minnist píslarvættanna í orrustu Imam Hussein, barnabarns Múhammeðs spámanns, á 9. áratug 6. aldar. Árlega ferðast milljónir Shia pílagrímar til Karbala til að taka þátt í Ashura hátíðarhöldunum, sem er haldin á tíunda degi Muharram, fyrsta mánaðar íslamska tungldagatalsins. Hátíðarhöldin einkennast af sorgar ritúölum og endurleik píslardómar Husseins. Einn helgisiðanna, sem þekktur er sem Tuwairij hlaupið, felst í því að pílagrímar hlaupa um götur borgarinnar í átt að Imam Hussein moskunni til að minnast hlaupsins sem þorpsbúar Tuwairij þorpsins hlupu til Karbala, en þorpið forna var hernumið á meðan á orrustu Abbas, frænda hálfbróður Husseins, stóð. Talsmaður Karbala sýslu sagði í samtali við BBC að hundruð þúsunda hafi tekið þátt í Tuwairij hlaupinu og að ein manneskja hafi hrasað og dottið sem hafi orðið til þess að fleiri hafi fallið til jarðar sem varð til banvæna öngþveitisins. Þá sögðu öryggisstarfsmenn í samtali við fréttastofu AP að öngþveitið hafi myndast eftir að göngustígur hrundi. Þetta er ekki fyrsta skipti sem fjöldadauðsföll hafa orðið á meðan haldið er upp á Ashura en árið 2004 dóu meira en 140 manns þegar sprengjuárásir voru gerðar á helgidóma í Karbala og Bagdad. Árið eftir létust minnst 965 pílagrímar þegar öngþveiti varð á brú sem liggur yfir ánna Tígris í íröksku höfuðborginni Bagdad á meðan hátíðarhöld fóru fram í tilefni af örðum helgidegi Shia múslima. Varað er við myndbandinu hér að neðan en það sýnir ástandið eftir öngþveitið og gæti komið einhverjum úr jafnvægi.
Írak Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira