Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sputnik Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07
Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55