Segist samviskusamlega hafa tilkynnt um andlát föður síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2019 12:51 Konan segist ein hafa staðið að útför föður og móður. Deilur innan fjölskyldunnar séu tilefni kærunnar. Fréttablaðið/Vilhelm Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar. Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Kona um sextugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér fjármuni af bankareinkningi dánarbús föður hennar. Það á hún að hafa gert með fimm millifærslum sem námu samtals 2,2 milljónum króna. Faðir hennar var kominn á tíræðisaldur þegar hann lést í október 2015. Vikuna á eftir framkvæmdi dóttir hans millifærslurnar fimm sem námu allt frá 250 þúsund krónum upp í 750 þúsund krónur. Sama dag og hún millifærði í fimmta sinn tilkynnti hún um andlát föður síns til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í ákæru. Konan neitar sök.Vilja á þriðju milljón króna í bætur Faðirinn sat í óskiptu búi eftir að eiginkona hans lést tveimur árum fyrr. Dánarbú þeirra var samkvæmt kröfu sýslumanns tekið til opinberra skipta með úrskurði héraðsdóms Norðurlands vestra í júní 2016.Ákæran á hendur konunni var fyrst birt í Lögbirtingablaðinu í vor þar sem fram kom að hún væri með óþekkt lögheimili á Bretlandseyjum. Hún var hins vegar mætt við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem hún neitaði sök. Fjögur systkini konunnar og dánarbú föðurins gera þá kröfu að konan verði dæmd til að greiða bætur að fjárhæð 2,45 milljónir króna auk vaxta.Peningar í útför og erfidrykkju Ákærða tjáði sig um sakarefnið á Facebook-síðu sinni í apríl. Þar sagðist hún hafa tilkynnt andlát föður síns samviskusamlega og hefði undir höndum kvittun því til sönnunar. Þá hefði hún varið fjármunum föður síns að hans ósk í útför og erfidrykkju og fjölskyldan hefði verið meðvituð um þá ákvörðun. Þau sömu og tilkynntu hana til lögreglu. Hún hafi sjálf staðið ein að útför föður og móður þeirra. Hún sagði málið til komið vegna illsku og hefnigirndar bræðra sinna sem hefðu úthúðað sér og svert mannorð allt síðan hún hefði árið 2015 sagt frá misnotkun sem átti sér stað innan fjölskyldunnar.
Dómsmál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira