Sólveig Anna segir álagið á bráðamóttökunni vera skýrar afleiðingar nýfrjálshyggju Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 15:42 Sólveig Anna gefur lítið fyrir tal pólitíkusa um eina þjóð. Hún segir stjórnvöld leyfa fámennum hópi að græða. Vísir/Vilhelm Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43