Mín kynslóð Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. september 2019 07:00 Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur í sívaxandi mæli runnið upp fyrir mér ákveðið ljós. Ég hef áttað mig á því, og orðið töluvert uppnuminn af þeirri greiningu minni í fámennum hópum, að mín kynslóð — fólk sem er fætt circa nítjánhundruð og sjötíu, áttatíu — hefur mátt búa við það alla sína hunds- og kattartíð að hafa hangandi yfir sér hinar ægilegustu heimsendaspár. Mannkynið hefur alltaf verið við það að deyja í heild sinni — fyrir utan Bruce Willis — hinum skelfilegasta dauðdaga. Þegar kjarnorkusprengja myndi springa á Miðnesheiði, var mér tjáð tíu ára, myndi maður líklega missa húðina á hlaupum, hægt og sígandi, undan sprengjubylgjunni og deyja þannig að maður svona nokkurn veginn bráðnaði ofan í malbikið. Þetta var manni sagt á yfirvegaðan hátt af eldra fólki í sömu andrá og það var áréttað fyrir manni að lesa blaðsíðurnar í símaskránni þar sem útlistað var hvernig ætti að bregðast við ef sveppurinn sæist yfir Keflavík. Ég átti mér stað í gluggalausri kompu niðri í kjallara. Þar ætlaði ég að hnipra mig inni í skáp á bak við gamla vöggu. Án framtíðar Svona var bernskan. Litlir opineygðir krakkar í náttfötunum spáðu í viðbrögð við atómbombum. Ég vil meina að þessar kringumstæður hafi markað mína kynslóð mun meira og dýpra en viðurkennt er. Upp óx kaldhæðið lið. Sumir segja lítið afgerandi jafnvel. En svona var veganestið: Framtíðin varð lúxus. Ekki var víst að hún yrði yfir höfuð nokkur. Hvers vegna að æsa sig? Upp óx kynslóð án framtíðar. Nú þegar þessi kynslóð er orðin ráðandi á miðjum aldri leggur hún enda á það höfuðáherslu í sínum aðgerðum — og skal engan undra — að vera sem mest í núinu. Lífið er núna. Njótum. Á morgun gætirðu allt eins verið dáinn. Auðvitað er það alltaf svo, að ef maður hugsar eitthvað merkilegt og finnst jafnvel eins og maður hafi fattað eitthvað alveg sjálfur, að þá er bókað að einhver annar er fyrir löngu búinn að koma orðum að þessu mun betur. Þurfti ekki sjálfur forseti lýðveldisins einmitt að ræða nákvæmlega þessar pælingar í ávarpi sínu við þingsetningu um daginn. Gat nú skeð. Þar vitnaði forsetinn í skáldkonuna Ingibjörgu Haraldsdóttur sem orðaði þennan heimsendaveruleika á snilldarhátt í sínum skrifum. Það var ekki bara kjarnorkuváin. Það var alnæmi, fuglaflensa, ebóla, vatnsskortur, eiturlyf, hryðjuverk, glæpir. Allt skyldi tortíma mannkyni. Ég man sterkt eftir því þegar sú umræða skapaðist að líklega yrði leiknum lokið um leið og Kínverjar byrjuðu að nota skeinipappír. Ég veit ekki hvernig það mál endaði, en hitt er annað: Endalokin hafa alltaf vomað yfir. Ég man varla eftir nokkru tímaskeiði á minni ævi þar sem ekki hafa farið fram alvörugefnar umræður um það hvað granda myndi mannkyni. Meira að segja ánægjuleg tímamót einsog aldamótin urðu uppspretta heimsendakenninga. Þegar tímatalið færi úr 1999 í 2000 áttu allar flugvélar að hrapa út af kerfisvillu og tölvur að klikkast. En það gerðist ekki. Næsta kynslóð Kem ég þá að því sem ég vildi sagt hafa. Ég boða ekki ábyrgðarleysi. Ég boða ekki að engar heimsendaspár skuli taka alvarlega. Ég segi ekki að allt muni reddast. Ég boða ekki kæruleysi. Frekar vil ég sagt hafa, að einmitt það sem þó hefur komið í ljós í skugga heimsendanna er það, að þrátt fyrir allan háskann, hörmungarnar og illskuna, virðist vera til kraftur í veröldinni sem er eiginlega ekki hægt að kalla neitt annað en „hið góða“. Ég held að þetta sé lærdómur tímans. Hið góða myndast þegar nógu margir hafa áhyggjur. Þegar nógu margir sjá að háskinn er handan við hornið verður til einhvers konar djúpkraftur, bylgja ótal misstórra aðgerða sem saman koma í veg fyrir að háskinn verði að hörmungum. Þetta hefur maður séð gerast hvað eftir annað. Kannski hefur heimsendakynslóðin þróað með sér einhvers konar hæfni til að verja mannkynið gegn vám á ómeðvitaðan og þokukenndan máta, eins og líffræðileg samhæfni til að lifa af hafi orðið til í skugga kjarnorkusprengjunnar. Það er til vitnis um þetta sama í mínum huga — um þessa seigu lífslöngun — að nú vex ný kynslóð úr grasi sterkari og ákveðnari en nokkurt fólk hefur áður verið í heimssögunni í því að verjast aðsteðjandi hörmungum. Ógnin er risastór. Kannski sú stærsta. Hamfarahlýnunin er brostin á og ógnar öllu mannkyni. Viðbrögð minnar vanmetnu kynslóðar hafa þá kannski verið þessi. Í hógværa núinu sínu og blíðri von um að háskanum verði ætíð bægt frá höfum við alið upp með hægð fólk sem mun berjast af fullum krafti fyrir því sem við höfum af veikum mætti reynt að verja: Framtíðinni.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun