Skólinn okkar – Skýrsla Innri endurskoðunar Sævar Reykjalín skrifar 16. september 2019 09:49 Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú er formaður Skóla- og frístundaráðs (SFR), Skúli Helgason, komin í ham og er að reyna flýta því sem mest hann má að loka hluta af Kelduskóla. Enda má engan tíma missa því borgarstjórinn tilkynnti í vikunni að hönnunarsamkeppni er framundan um skóla í hverfi formannsins. Bara svo það sé tekið fram strax þá styð ég heilshugar byggingu skóla í Skerjafirði, en það er leitt að það skuli þurfa að vera á kostnað menntunar og öryggis barna í Grafarvogi. Í síðustu viku kom út skýrsla frá Innri Endurskoðun Reykjavíkurborgar (IE) þar sem mátti finna ýmislegt athyglisvert. Skúli Helgason las það út úr skýrslunni að loka þyrfti Kelduskóla í hvelli og stokka upp allt skólastarf í Grafarvogi. Því er gott að geta flett upp skýrslunni og séð hver megin niðurstaða hennar er: „Meginniðurstaða þessarar skýrslu er að mismunandi skilningur virðist vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar...“ Þetta hér að ofan eru ekki mín orð heldur er þetta meginniðurstaðan samkvæm skýrsluhöfundum IE. Fagfólk í skólunum okkar segist ekki hafa næga fjármuni til að reka skólana þannig að þeir geti sinni öllum börnum og sínum skildum samkvæmt lögum. Formaður SFR er þessu ósammála ef marka má viðtöl við hann nýlega. Hvort ættum við að trúa orðum stjórnenda og fagfólks sem vinnur í skólunum og hittir börnin okkar á hverjum degi, ásamt niðurstöðu IE eða pólitíkusu? Það er hvergi nægjanlegu fjármagni veitt til skólamála í Reykjavík og á þeim tíma sem núverandi formaður hefur leitt SFR hefur staðan versnað. Sífellt er verið að seinka framkvæmdum á Dalskóla í Úlfarsársdal. Það hefur gengið svo ill að á síðasta skólavetri notuðust börnin þar einmitt við hluta að húsnæði Kelduskóla þar sem þau voru á hrakhólum. Viðhald skóla hefur ekki verið sinnt og er samkvæmt skýrslunni kominn tími á margar og dýrar framkvæmdir. Börn með sérþarfir fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa því að hún er svo kostnaðarsöm og staða frístundar er á mörgum stöðum óboðleg. Leggja á niður skólaakstur í hverfum borgarinnar sem bitnar á öryggi barna og eykur akstur og skutl til muna. Á Skóla- og frístundasviði (SFS) er einn starfsmaður sem kann á Excel skjalið sem úthlutar fjármunum til skólana og skjalið er yfir 20 ára gamalt. Þetta hefur verið vitað lengi og er heldur áfram á vakt formannsins. Einhversstaðar í heiminum þættu svona vinnubrögð ekki eðlileg, en ekki í Reykjavík, þar er þetta normið. Formanninum finnst sjálfsagt að spara 8 miljónir í skólaakstur, jafn sjálfsagt og að veita 8 milljónum að skattfé borgarbúa í tónlistarhátíð og þiggja svo frímiða fyrir sig og einn vin. En það er búið að lofa formanninum skóla í hans hverfi. Sá skóli verður byggður á tillögu úr skýrslu sem kom út árið 2016 sem fjallaði um skólamál í Grafarvogi og þá sérstaklega Staðahverfi. Þá þótti formanninum þetta of dýrt og ekki vera fyrirkomulag sem hentar í Reykjavík. Raunin er hinsvegar að það hefði skapað sterkari og fjölbreyttari skóla. Í dag á ekki bara að loka hluta af Kelduskóla heldur á að rugla með 3 aðra skóla, skipta nemendum þvers og krus um Grafarvoginn og láta þau svo ganga langar vegalengdir yfir óupplýstar, ómerktar og umferðaþungar götur. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á samstöðu íbúa í Grafarvogi því að skólarnir eru hjartað í sínu hverfi. Stöndum saman fyrir skólann okkar.Höfundur er þriggja barna faðir í Grafarvogi.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar