Loftslagsbankinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. september 2019 08:00 Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun