Loftslagsbankinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. september 2019 08:00 Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun