Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 22:00 Bergþór Ólason situr hér á milli Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/vilhelm Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41
Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?