ASÍ fer hörðum orðum um fjárlagafrumvarp stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 23:00 Drífa Snædal er forseti ASÍ Vísir/Vilhelm Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Miðstjórn ASÍ fagnar því að nú liggi fyrir nýjar tillögur stjórnvalda að breytingum á tekjuskattskerfinu en segir breytingarnar skila sér of seint í vasa launafólks. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ um frumvarp til fjárlaga, sem birt var í dag. Þrátt fyrir að Alþýðusamband Íslands fagni umræddum breytingum fer miðstjórnin engu að síður hörðum orðum um fjármálastefnu stjórnvalda. Hún segir stjórnvöld „bregðast hlutverki sínu við að láta þá sem eru aflögufærir greiða réttlátan hlut til samfélagsins til að tryggja viðunandi fjármögnun velferðar og samfélagsinnviða,“ eins og segir í ályktun miðstjórnarinnar. Talar ASÍ fyrir róttækari breytingum á skattkerfinu í ályktun sinni og kallar eftir því að stjórnvöld taki upp hátekjuskatt, hækkun fjármagnstekjuskatts og sanngjarnt gjald fyrir auðlindanýtingu. Meðal þess sem ASÍ gagnrýnir enn fremur er „ófullnægjandi fjármögnun sjúkrahúsþjónustunnar“ og að engum fjármunum sé varið í „marglofaðar umbætur á greiðslukerfi almannatrygginga og þjónustu við einstaklinga með skerta starfsgetu.“ Segir miðstjórnin það vonbrigði að ekki standi til að efna loforð sem gefin voru í kjarasamningsviðræðum um umbætur á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur fyrr en mitt kjarasamningstímabilið.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Framlög til þjóðkirkjunnar tæpir þrír milljarðar Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Efast um forsendur fjárlaga Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu margir hverjir í gær hversu bjartsýnar forsendur fjárlaga væru. Samdrátturinn á næsta ári yrði að öllum líkindum meiri en menn gera ráð fyrir í fjármálaráðuneytinu. 13. september 2019 07:15