Yfirmenn Fukushima-kjarnorkuversins sýknaðir Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2019 10:16 Stuðningsmenn íbúanna í Fukushima mótmæla dómnum í Tókýó í dag. AP/Satoru Yonemaru Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu. Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Dómstóll í Japan sýknaði þrjá fyrrverandi yfirmenn orkufyrirtækisins sem rekur Fukushima-kjarnorkuverið af ákæru um vanrækslu þegar kjarnaofnar bræddu úr sér eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna miklu árið 2011. Búist er við því að stefnendurnir áfrýja dómnum. Tsunehisa Katsumata, fyrrverandi stjórnarformaður TEPCO, og tveir aðrir yfirmenn fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hafa ekki séð fyrir flóðbylgjuna sem myndaðist eftir jarðskjálftann og hafa ekki gripið til aðgerða sem hefðu getað varið kjarnorkuverið fyrir henni. Saksóknarar höfðu krafist fimm ára fangelsisvistar yfir þeim. Þetta er eina sakamálið sem hefur verið höfðað vegna Fukushima-kjarnorkuslyssins. Fram kom hjá saksóknurunum að yfirmennirnir hefðu haft aðgang að gögnum og rannsóknum sem gerðu ráð fyrir að flóðbylgja sem næði tíu metrum gæti leitt til þess að rafmagni slægi út með hættu á alvarlegum slysum. Þá lögðu saksóknararnir fram tölvupóst á milli öryggisfulltrúa fyrirtækisins og yfirmanna um að þörf væri á frekari flóðbylgjuvörnum. Yfirmennirnir fullyrtu fyrir dómi að ómögulegt hefði verið að sjá flóðbylgjuna fyrir, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Þremenningarnir voru jafnframt sýknaðir af því að hafa valdið dauða 44 eldri borgara eftir að flytja þurfti þá í skyndi frá sjúkrahúsi í grennd við Fukushima Dai-ichi-kjarnorkuverið. Dómstóllinn taldi að þrátt fyrir að yfirmönnunum hefði verið kunnugt um að bæta þyrfti varnir gegn flóðbylgju hafi gjörðir þeirra verið í samræmi við öryggisviðmið stjórnvalda á þeim tíma sem hörmungarnar dundu yfir. Óvíst væri hvort þeir hefðu getað brugðist við áður en flóðbylgjan skall á.Yfirmennirnir þrír, frá vinstri: Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður, Sakae Muto og Ichiro Takekuro, varaforsetar TEPCO.AP/Satoru YonemaruGæti velkst um fyrir dómstólum í áratug Stuðningsmenn 5.700 íbúa Fukushima sem kærðu yfirmennina mótmæltu dómnum fyrir utan dómshúsið í Tókýó og sögðu hann óréttlátann. Lögmaður íbúanna segist búast við því að málið eigi eftir að veltast um fyrir dómstólum í allt að áratug. „Þetta er aðeins upphafið á mikilli orrustu,“ sagði Hiroyuki Kawai, lögmaðurinn. Þrír kjarnaofnar bræddu úr vegna skemmda sem urðu af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 11. mars árið 2011. Geislavirkt efni dreifðist yfir svæðið í kring og út í hafið. Tugir þúsunda manna sem bjuggu í grennd við kjarnorkuverið hafa enn ekki fengið að snúa til síns heima. Niðurstaða rannsókn japönsku ríkisstjórnarinnar og þingsins var sú að skortu á öryggismenningu og léleg áhættustýring hafi leitt til hörmunganna í Fukushima. Þannig hafi yfirmenn versins vanmetið hættuna af flóðbylgjum. Þeir hafi ásamt eftirlitsstofnunum hunsað þá hættu.
Japan Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Byrjað að fjarlægja eldsneytisstengur úr Fukushima-kjarnorkuverinu Hreinsunarstarfið á eftir að taka nokkur ár til viðbótar. 15. apríl 2019 09:01
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15