Segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 20:00 Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís. Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að gera þurfi mál að barnaverndarmáli svo að þjónusta sé veitt. Í vikunni tilkynnti móðir sig til barnaverndar en hún hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá móður sem hafði beðið í fimm ár eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð vegna ADHD og fylgiraskana. Fram kemur að mál stúlkunnar hafi verið á borði Reykjavíkurborgar og síðan Hafnarfjarðarbæ. Þau hafi sífellt verið send á milli staða og ekki fengið viðunandi þjónustu. Það hafi því verið örþrifaráð að tilkynna sig sjálfa til barnaverndar. Dósent í félagsráðgjöf segir einkennilegt að fólk þurfi að fara þessa leið til að fá viðunandi þjónustu. „Það er mjög eðlilegt að sveitarfélögin séu öflug í því að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er,“ sagði Freydís Jóna Freysteinsdóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Freydís hannaði fyrir nokkrum árum flokkunarkerfi fyrir Barnavernd. Tilgangur kerfisins er að flokka mál sem taka eigi til meðferðar. „Maður heyrði af því og maður varð var við það þegar maður var sjálfur að vinna við barnavernd að það var verið að setja mál þarna inn til þess að gera þau að barnaverndarmáli til þess að fá þjónustu,“ sagði Freydís. Í flokkunarkerfinu eru fjórir yfirflokkar og eru þeir meðal annars ofbeldi og vanræksla. Ef mál barns fellur ekki í flokk kerfisins er hreinlega ekki um barnaverndarmál að ræða. „Ef það passar ekki inn í, ef það er ekki um vanrækslu að ræða af einhverju tagi eða ofbeldi eða áhættuhegðun barns, að þá ætti ekki að flokka það sem barnaverndarmál. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi aðgang að þeirri þjónustu sem það þarf þannig að það þurfi ekki að vera að fara þessa leið,“ sagði Freydís.
Barnavernd Börn og uppeldi Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Sjá meira
Móðir tilkynnti sig til barnaverndar Móðir ellefu ára stúlku í Hafnarfirði tilkynnti sjálfa sig til barnaverndar, í samráði við skólann sem stúlkan gengur í, eftir að hafa í fimm ár beðið eftir að kerfið tæki á vanda dóttur hennar sem þarf mikla aðstoð og eftirfylg 28. ágúst 2019 06:00