Margdæmdur ofbeldismaður ákærður fyrir að koma ekki barnsmóður til bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 12:44 Konan fannst látin í íbúð í Reykjavík að kvöldi 24. janúar 2018. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tæplega fertugum karlmanni fyrir að koma ekki barnsmóður sinni til aðstoðar þegar hún lést úr ofneyslu fíkniefna í janúar í fyrra. Maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður en mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 12. september. Ákæran hefur ekki verið birt honum og hefur fréttastofa því ekki fengið hana afhenta.RÚV greindi fyrst frá ákærunni í fréttum í gær. Grein laganna sem ákært er fyrir brot gegn er 221. grein almennra hegningarlaga sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Samkvæmt íslenskum lögum hvílir sú skylda á mönnum að koma náunganum til hjálpar sé hann í nauðum, eða orðrétt:Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Lögregla leitaði mannsins daginn eftir að hún fannst látin. Fannst hann að kvöldi dags og var handtekinn. Móðir mannsins tjáði fréttastofu við það tilefni að sonur hennar hefði vissulega farið af vettvangi í íbúðinni í Reykjavík umræddan dag. Það mætti þó rekja til þess að hann hefði verið á skilorði. Áður en til þess hefði komið hefði hún horft á son sinn gera allt sem hann gæti til að blása lífi í konuna á meðan hún ræddi við starfsmann Neyðarlínunnar og kom leiðbeiningum áfram á son sinn. Maðurinn á langa brotasögu að baki og hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi. Þá hefur hann hlotið dóm fyrir að hvetja unglingsstúlku til fíkniefnaneyslu. Fyrri unnusta mannsins lést úr ofneyslu fíkniefna fyrir nokkrum árum en hún var þá rúmlega tvítug. Að minnsta kosti tvisvar áður hafa karlmenn hlotið dóma fyrir að koma ekki ungum konum í lífshættu til aðstoðar við ofneyslu. Dæmt var í málunum árið 2004 og 2012 og voru dómarnir upp á átján mánaða fangelsi annars vegar og tíu mánaða fangelsi hins vegar. Konan sem lést var fjögurra barna móðir.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30 Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Maðurinn handtekinn sem flúði af vettvangi eftir andlát sambýliskonu Fyrri unnusta mannsins lést einnnig úr ofneyslu fíkniefna. 26. janúar 2018 11:30
Flúði vettvang við andlát Kona á fertugsaldri fannst látin í íbúð sinni í Álftamýri í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag leitað sambýlismanns hennar sem flúði af vettvangi. 25. janúar 2018 18:45