Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:25 Búast má við hörðum átökum á breska þinginu í vikunni en gert er ráð fyrir að stjórnarandstæðingar og uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum leggi fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings á morgun. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana. Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36