Aldrei fleiri útlendingar í deildinni Benedikt Bóas skrifar 3. september 2019 16:45 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Valskvenna, var kominn á parketið í Valsheimilinu í gær eftir stuttan myndbandsfund. Fréttablaðið/Ernir Valskonum er spáð sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt á Grand Hóteli í gær. Nýliðum Aftureldingar spáð áttunda og neðsta sætinu. Valur fékk 167 stig í spánni eða tíu stigum meira en Fram en Valskonur eru handhafar allra titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að hann hafi alveg búist við að Framstelpum væri spáð efsta sæti enda hefur Valur misst marga stóra pósta frá síðasta ári. Má þar nefna Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, Gerði Arinbjarnardóttur, Írisi Ástu Pétursdóttur, Morgan Marie Þorkelsdóttur og eistneska landsliðskonan Alina Molkova er farin frá liðnu svo nokkrar séu nefndar. „Þetta eru stórir og sterkir karakterar. Við höfum fengið Örnu Sif frá ÍBV sem er auðvitað feykilega öflug og tvær ungar úr 17 ára landsliðinu. Breiddin hjá okkur er yngri en áður en við ætlum að mæta til leiks og berjast um þessa titla sem í boði eru. Ég get alveg viðurkennt að ég hafði trú á að Fram yrði spáð titlinum en við lítum á það sem áskorun að halda titlunum á Hlíðarenda. Markmiðið númer eitt er að koma okkur í úrslitakeppnina, það er það fyrsta sem við horfum í.“ Ágúst segir að lið Fram sé búið að fá sterka leikmenn til sín án þess að missa mikið frá sér og ÍBV og Afturelding sé búið að ná í útlendinga sem séu virkilega góðir leikmenn og Stjarnan sé með sína reynslu í bankanum. Það megi því alveg búast við jöfnu Íslandsmóti. „Það eru lið sem eru að bæta við sig leikmönnum og ég held að þetta geti orðið jafnt. Þetta er auðvitað bara spá og þetta er ekki alveg svona einfalt – það eru fleiri lið sem munu blanda sér í toppbaráttu og það verður einnig hart barist við botninn. Það eru fleiri útlendingar en áður í deildinni og fleiri en hafa verið í mörg ár og það er ákveðið krydd í tilveruna þannig að ég býst við sterkri deild.“Vörutalning í Super1 Tímabilið hefst formlega í kvöld þegar Valur og Fram mætast í Meistarakeppni HSÍ kvenna en liðin hafa háð marga stórkostlegar viðureignir í gegnum tíðina. Leikurinn fer fram í Origo höllinni klukkan 19.30. „Við erum búin að vera í örlitlum meiðslum. Lovísa Thompson er búin að vera meidd eins og Díana Dögg Magnúsdóttir. Ég reikna ekki með því að þær spili gegn Fram. Við erum að fara í erfiða Evrópuleiki og það er smá möguleiki að koma þeim inn þar. Díana ætti þó að geta spilað eitthvað gegn Fram.“ Valskonur leika gegn sænska liðinu Skuru í Evrópukeppninni sem Eva Björk Davíðsdóttir landsliðskona samdi við í júlí. Liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð og komst í úrslitaeinvígið um sænska meistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Savehof. Valskonur hafa staðið í fjáröflun fyrir komandi Evrópuleiki og töldu vörur í verslunum Super1 ekki alls fyrir löngu og fengu mikið hrós fyrir. „Það er allt á fullu að reyna að fjármagna þetta og leikmenn hafa verið mjög duglegir í því. Það er bara veruleikinn í þessu og stelpurnar hafa verið að gera alls konar til að fjármagna þetta og sinnt því vel. Við vonumst svo eftir fullt af fólki til að fá smá meir í kassann.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Valskonum er spáð sigri í Olís-deild kvenna í handbolta en árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt á Grand Hóteli í gær. Nýliðum Aftureldingar spáð áttunda og neðsta sætinu. Valur fékk 167 stig í spánni eða tíu stigum meira en Fram en Valskonur eru handhafar allra titla sem í boði voru á síðasta tímabili. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að hann hafi alveg búist við að Framstelpum væri spáð efsta sæti enda hefur Valur misst marga stóra pósta frá síðasta ári. Má þar nefna Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, Gerði Arinbjarnardóttur, Írisi Ástu Pétursdóttur, Morgan Marie Þorkelsdóttur og eistneska landsliðskonan Alina Molkova er farin frá liðnu svo nokkrar séu nefndar. „Þetta eru stórir og sterkir karakterar. Við höfum fengið Örnu Sif frá ÍBV sem er auðvitað feykilega öflug og tvær ungar úr 17 ára landsliðinu. Breiddin hjá okkur er yngri en áður en við ætlum að mæta til leiks og berjast um þessa titla sem í boði eru. Ég get alveg viðurkennt að ég hafði trú á að Fram yrði spáð titlinum en við lítum á það sem áskorun að halda titlunum á Hlíðarenda. Markmiðið númer eitt er að koma okkur í úrslitakeppnina, það er það fyrsta sem við horfum í.“ Ágúst segir að lið Fram sé búið að fá sterka leikmenn til sín án þess að missa mikið frá sér og ÍBV og Afturelding sé búið að ná í útlendinga sem séu virkilega góðir leikmenn og Stjarnan sé með sína reynslu í bankanum. Það megi því alveg búast við jöfnu Íslandsmóti. „Það eru lið sem eru að bæta við sig leikmönnum og ég held að þetta geti orðið jafnt. Þetta er auðvitað bara spá og þetta er ekki alveg svona einfalt – það eru fleiri lið sem munu blanda sér í toppbaráttu og það verður einnig hart barist við botninn. Það eru fleiri útlendingar en áður í deildinni og fleiri en hafa verið í mörg ár og það er ákveðið krydd í tilveruna þannig að ég býst við sterkri deild.“Vörutalning í Super1 Tímabilið hefst formlega í kvöld þegar Valur og Fram mætast í Meistarakeppni HSÍ kvenna en liðin hafa háð marga stórkostlegar viðureignir í gegnum tíðina. Leikurinn fer fram í Origo höllinni klukkan 19.30. „Við erum búin að vera í örlitlum meiðslum. Lovísa Thompson er búin að vera meidd eins og Díana Dögg Magnúsdóttir. Ég reikna ekki með því að þær spili gegn Fram. Við erum að fara í erfiða Evrópuleiki og það er smá möguleiki að koma þeim inn þar. Díana ætti þó að geta spilað eitthvað gegn Fram.“ Valskonur leika gegn sænska liðinu Skuru í Evrópukeppninni sem Eva Björk Davíðsdóttir landsliðskona samdi við í júlí. Liðið varð deildarmeistari á síðustu leiktíð og komst í úrslitaeinvígið um sænska meistaratitilinn þar sem liðið tapaði fyrir Savehof. Valskonur hafa staðið í fjáröflun fyrir komandi Evrópuleiki og töldu vörur í verslunum Super1 ekki alls fyrir löngu og fengu mikið hrós fyrir. „Það er allt á fullu að reyna að fjármagna þetta og leikmenn hafa verið mjög duglegir í því. Það er bara veruleikinn í þessu og stelpurnar hafa verið að gera alls konar til að fjármagna þetta og sinnt því vel. Við vonumst svo eftir fullt af fólki til að fá smá meir í kassann.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira