Engin leið að keppa við ON Ari Brynjólfsson skrifar 3. september 2019 06:00 ON kaupir hleðslustöðvar og setur upp víða um land. Fréttablaðið/Valli „Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
„Það er ekki nóg með að verið sé að nota tengsl við Orkuveitu Reykjavíkur, sem í grunninn tilheyrir íbúum Reykjavíkur, Borgarbyggðar og Akraness, heldur beitir Orka náttúrunnar öllu sínu afli til að ná megninu af því fé sem ríkið úthlutar til orkuskipta í gegnum Orkusjóð,“ segir Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka var stofnað árið 2014 og selur hleðslustöðvar til bæði einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að reka hugbúnað þeim tengdan. ON er opinbert hlutafélag, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. ON selur rafmagn ásamt því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og rekur nú 55 stöðvar í kringum landið. Ísorka hefur lagt fram kæru í á annað hundruð liðum til Samkeppniseftirlitsins þar sem ON er sakað um að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla.Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku.Kæruliðirnir snúa einnig að fyrirkomulagi útboða hjá Orku náttúrunnar. „Við höfum verið á þessum markaði síðan 2014 og eigum í heilbrigðri samkeppni við aðra sem bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla ásamt tilheyrandi hugbúnaði. Nú er stærsta sveitarfélag landsins mætt inn á þennan markað með miklu meira bolmagn en aðrir til að ná tangarhaldi á þessum sístækkandi markaði,“ segir Sigurður. „Ég veit hvað það kostar að setja upp hleðslustöðvar og hef því auðveldlega getað reiknað út að það er engin leið að keppa við samningana sem ON hefur gert við stóra aðila, til dæmis Landspítalann.“ ON fékk úthlutað rúmlega 110 milljónum króna úr ríkissjóði til þess að setja upp hleðslustöðvar á árunum 2016 til 2018. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ON sótt um styrki upp á 120 milljónir úr 200 milljóna króna potti Orkusjóðs núna í ár. „Við höfum alla tíð hvatt til þess að sem flestir komi að því að byggja upp innviði fyrir rafbíla. það verða margir að koma að því verkefni ef okkur á að takast að ná okkar metnaðarfullu markmiðum um orkuskipti í samgöngum sem nauðsynlegt er að ná í glímunni við hamfarahlýnun,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Hún telur sjónarmiðin í kvörtun Ísorku ekki eiga rétt á sér. Aðspurður hvort kæran reynist ekki íþyngjandi fyrir Ísorku segir Sigurður að þetta sé rétta skrefið. „Því fylgir vissulega kostnaður í að kæra en það sé mikilvægt að fá úr því skorið hvernig reglum skal háttað á þessum markaði. Það er mikilvægt að tryggja jafnræði svo allir geti keppt á sama grundvelli.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?