Simone Biles sendi fjölskyldu fórnarlamba bróður síns samúðarkveðjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:30 Simone Biles. Getty/Jamie Squire Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan. Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan.
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira