Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 21:00 Stuðningsmenn áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu hafa mótmælt fyrir utan þinghúsið í Westminster í kvöld. Vísir/EPA Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53