Alþingi ráði um hermál Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 5. september 2019 07:00 Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú hugsun læðist oft að undirrituðum að sú staðreynd að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi skyldur sé ekki öllum kunn. Að sum haldi að með aðildinni sé Ísland bara að merkja sig hvorum megin það vilji standa í alþjóðapólitík; við ætlum að vera með þessum í liði. Svo er ekki. Aðildinni fylgja skyldur og í tilfelli Íslands hafa þær í gegnum tíðina falist í viðveru herliðs og aðstöðu fyrir það. Um þetta er á kveðið í svokölluðum varnarsamningi og bókunum og viðaukum við hann. Á Íslandi ríkir þingræði og ríkisstjórnir sækja vald sitt til þingsins. Engu að síður er það staðreynd að frá því að Alþingi greiddi atkvæði um varnarsamninginn árið 1951 hefur þingið aldrei fengið að greiða atkvæði um neitt sem að viðveru og umfangi herliðs hér kemur. Grundvallarbreytingar á eðli varnarsamningsins hafa ekki einu sinni verið bornar undir atkvæði Alþingis. Eitt af forgangsmálum Vinstri grænna á komandi þingi verður tillaga mín um breytingar á varnarmálalögum. Hún felur í sér að allar bókanir og viðbætur við samninginn verði að bera undir Alþingi til samþykktar, sem og öll uppbygging og framkvæmdir sem tengjast hernum, utan eðlilegs viðhalds. Aukinheldur hyggst ég leggja til þingsályktun um að ráðherra verði falið að vinna að bókun við varnarsamninginn sem kveði á um að alla viðveru herliðs hér á landi skuli bera undir Alþingi, en um viðveru herliðs er kveðið á í sjálfum varnarsamningnum. Hver sem afstaða fólks er til viðveru starfsfólks herliða og uppbyggingar mannvirkja á vegum hersins, hlýtur það að öllum kappsmál að auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Það hlýtur að vera öllum þingmönnum kappsmál að fá að segja skoðun sína á varnarmálum með atkvæði sínu. Samþykkt þessarar tillögu gefur þeim færi á því og eykur þannig mikilvægi Alþingis þegar að þessum málum kemur. Ég vonast því eftir víðtækum stuðningi við málið.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun