Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:52 Frá kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn. Verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir hækkun á persónuafslætti. Vísir/Friðrik Þór Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36 Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36
Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30