Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 11:52 Frá kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn. Verkalýðshreyfingin hefur lengi barist fyrir hækkun á persónuafslætti. Vísir/Friðrik Þór Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármálaráðuneytinu. Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. Lækkun á persónuafslætti er liður í skattabreytingum sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Umfangsmesta breytingin er á tekjuskatti einstaklinga en um áramót kemur til framkvæmda fyrri áfangi innleiðingar nýs tekjuskattskerfis. Þessar breytingar fela m.a. í sér þriggja þrepa tekjuskattskerfi en í núverandi kerfi eru þrepin tvö.Sjá einnig: Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í kynningu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á nýju skattkerfi kemur fram að árið 2021, að lokinni innleiðingu kerfisins, verði skatthlutfall 31,4% í fyrsta þrepi, sem er nýtt lágtekjuþrep á laun upp að 325 þúsund krónum. Hlutfallið verður 37,94% í öðru þrepi og 46,24% í þriðja þrepi.Úr glærukynningu fjármálaráðherra frá kynningu á fjárlagafrumvarpi í morgun.Samhliða innleiðingu nýja þrepsins verður skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt. Skattleysismörkin munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Við lok innleiðingarinnar árið 2021 mun persónuafsláttur, sem nú er 56.447 krónur á mánuði, nema 51.265 krónum á mánuði. Lækkunin nemur þannig 5.182 krónum.Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36 Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Persónuafsláttur hækkar um 2.000 krónur á mánuði Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 09:23
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Leggja til umfangsmiklar breytingar á staðgreiðslukerfinu Vaxtabótakerfið er í eðli sínu flókið og ógangsætt samkvæmt nýrri skýrslu en sérfræðihópur á vegum fjármálaráðuneytisins leggur til að það verði einfaldað. 25. febrúar 2019 18:36
Krefjast þess að tillögur um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk líti dagsins ljós Miðstjórn Alþýðusambands Íslands segir að þolinmæðin sé nú á þrotum hvað varðar tillögur ríkisstjórnarinnar um skattalækkanir fyrir lágtekjufólk. 21. ágúst 2019 16:30