Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:22 Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52