Ný eigendastefna forsenda fyrir bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 12:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Vísir/vilhelm Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Það er forsenda fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í bönkunum að eigendastefna ríkisins verði uppfærð að sögn Lilju Alfreðsdóttur. Aðkoma og hlutverk ríkisins þurfi að liggja skýr fyrir. Samstaða sé innan ríkisstjórnar um söluna en í fjárlögum er heimild til sölu á hlutum í Íslandsbanka og Landsbanka. Í fjárlögum næsta árs er sem fyrr heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem og hlutinn í Landsbankanum. Fréttablaðið greindi frá nýju minnisblaði Bankasýslu ríkisins, sem heldur utan um eignarhlutina, í vikunni. Þar komi fram að næsta skref í söluferli bankanna sé að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð. Bókfært eigið fé Íslandsbanka nam um 175 milljörðum króna um mitt þetta ár og fjórðungshlutur hljóðar því upp á um 44 milljarða króna. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráðherranefnd um efnahagsmál, fór yfir næstu skref varðandi sölu á bönkunum í Sprengisandi í morgun. Hún vildi ekkert gefa upp um tímasetningar varðandi söluna en sagði þó góða samstöðu innan ríkisstjórnar um málið. „Bankasýslan hefur verið að vinna að ákveðnum tillögum og það þarf að halda þeirri vinnu áfram en fyrst og síðast þá þarf að ríkja pólitísk sátt um næstu skref og meta virkilega hver staðan er.“ Þá sé forsenda að uppfæra eigendastefnu ríkisins. „Við höfum talað um að Landsbankinn verði í eigu ríkissjóðs en í núverandi eigendastefnu er það ekki gefið til kynna,“ segir Lilja. „Allt sem við gerum með þetta þarf að vera gert í opnu og gagnsæju ferli og mögulegir kaupendur, hvort sem það er almenningar eða aðrir aðilar, það þarf að vera alveg skýrt hvert hlutverk ríkissjóðs er á þessum markaði. Hún segir mörg tækifæri til að lækka kostnað innan bankakerfisins, með samnýtingu upplýsingakerfa til dæmis, og telur að samkeppnisyfirvöld séu að verða opnari fyrir því. „Ég held að það sé aukinn skilningur, þó að ég þori ekki að fullyrða akkúrat hérna nákvæmlega hvernig þeim samskiptum er háttað.“Hlusta má á Lilju Alfreðsdóttur ræða málefni bankanna, auk fleiri mála, í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45 Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00
Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðsleið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Íslandsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum. 4. september 2019 06:45
Sala bankanna krefst skýrari sýnar Framtíðarsýn stjórnvalda á umgjörð fjármálakerfisins skiptir meginmáli þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbankanum. Arðsemisgetan dregin niður af miklu regluverki og þungri skattbyrði. 17. júlí 2019 08:30