Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 20:09 Reuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. AP/Dmitri Lovetsky Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir. Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. Kosningar fóru fram í Rússlandi í dag og hafði fyrirtækjunum verið meinað að birta pólitískar auglýsingar í dag og í gær, samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá stofnunni segir að birting slíkra auglýsinga gæti flokkast sem afskipti af fullveldi Rússlands og af lýðræðislegum kosningum þar í landi, samkvæmt Reuters.Fjölmörgum frambjóðendum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi var meinað að bjóða sig fram í kosningunum og hefur það leitt til umfangsmikilla og langra mótmæla í Moskvu. Yfirvöld Rússlands hafa haft afskipti af kosningum í Bandaríkjunum og víðar. Meðal annars með því að beita her nettrölla sem vinna við það að ýta undir deilur og dreifa falsfréttum og áróðri. Meðal annars á samfélagsmiðlum eins og Facebook.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgReuters segir kosningaþátttöku ekki hafa verið góða í Moskvu og segir myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna kjósendur skila af sér nokkrum kjörseðlum. Ljóst er að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er mjög óvinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. Stóran hluta þeirrar óánægju má rekja til viðleitni flokksins til að hækka eftirlaunaaldur í Rússlandi. Óánægjan hefur leitt til þess að nokkrir meðlimir flokksins í Moskvu buðu sig fram sem óháðir.
Facebook Google Rússland Tengdar fréttir Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. 31. ágúst 2019 15:45
Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent