Sigríður tekur við af Áslaugu Örnu Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 22:26 Sigríður Á. Andersen. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Sigríður Á. Andersen mun taka við af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Þetta var ákveðið á fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins í kvöld. Þá verður Vilhjálmur Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, varaformaður þingflokks Sjálfstæðiflokksins. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins en þingflokkurinn kom saman í kvöld til að ákveða hver tæki við embættum Áslaugar Örnu eftir að hún tók við stöðu dómsmálaráðherra. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Vilhjálmur Árnason tekur við varaformennsku þingflokksins sem Áslaug Arna gegndi sömuleiðis. Sigríður hefur ekki gegnt neinum nefndarstörfum eftir að hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins vegna skipan dómara við Landsrétt. Áslaug Arna mun sömuleiðis hætta sem ritari flokksins og eru nokkrir áhugasamir um að fylla í hennar skarð. Þeirra á meðal þingmaðurinn Jón Gunnarsson og borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir. Ákvörðunin verður tekin á flokksráðsfundi þann 14. september.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38 Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hugrökk, full af lífi og með „óaðfinnanlega raddbeitingu“ Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur er lýst sem ábyrgum töffara sem tekur sig ekki of alvarlega. Hún er sögð eldri en árin sem hún hefur lifað. Hún þykir skemmtileg, dugleg og mikil fjölskyldumanneskja. Magnús bróðir hennar fagnar því að hún fái loks bílstjóra, því að sjálf sé hún ferlegur ökumaður. Hún kann heldur ekki að hvísla. 7. september 2019 09:30
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Lyklaskipti að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum Áslaug Arna kveðst spennt fyrir verkefnunum í dómsmálaráðuneytinu. 6. september 2019 12:38
Jón Gunnarsson vill taka við af Áslaugu Örnu sem ritari Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, hyggst gefa kost á sér til embættis ritara flokksins á flokksráðsfundi sem haldinn verður 14. september næstkomandi. 7. september 2019 13:35