Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 21:52 Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er sagður hafa hótað að reka starfsmenn NOAA vegna andstöðu við Donald Trump. getty/Steven Ferdman Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“ Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira