Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 30. ágúst 2019 08:24 Mótmælendum hefur meðal annars tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15