Ítrekaðar árásir á iPhone-síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Það gerir ekkert gagn að læsa símanum með hengilás. Nordicphotos/Getty Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“ Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira