Ítrekaðar árásir á iPhone-síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 09:30 Það gerir ekkert gagn að læsa símanum með hengilás. Nordicphotos/Getty Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“ Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Nokkur fjöldi hakkaðra vefsíðna kom tölvuveirum fyrir í síma hvers þess iPhone-eiganda sem heimsótti þær í áraraðir án þess að nokkur tæki eftir vandanum. Frá þessu greindu rannsakendur hjá Google í gær. Þúsundir heimsóttu vefsíðurnar í hverri viku. „Það var enginn greinarmunur gerður á mögulegum fórnarlömbum. Ef maður heimsótti eina af vefsíðunum var ráðist á símann þinn. Ef árásin tókst var eftirlitsforriti komið fyrir,“ skrifaði Ian Beer úr rannsóknarteyminu Google Project Zero. Árásirnar voru af þeim toga sem kallast núll daga árásir. Það þýðir í rauninni að Apple, framleiðandi símanna, vissi ekki af öryggisgallanum sem var nýttur og hafði því nákvæmlega núll daga til þess að bregðast við. Þessar núll daga árásir eru því afar hættulegar og bera mikinn árangur fyrir hina óprúttnu aðila sem að þeim standa. Samkvæmt tæknifréttamiðlinum Motherboard eru veirur fyrir iPhone-síma afar dýrar þar sem erfitt er að hakka símana. Verðmiðinn á slíkri veiru fyrir nýjan og uppfærðan síma er um þrjár milljónir dala. Auk að minnsta kosti eins núll daga galla komu rannsakendur auga á þrettán aðra öryggisgalla sem fimm mismunandi veirur nýttu sér. Einhverjir gallanna voru til staðar í nýjustu uppfærslu stýrikerfisins iOS þegar þeir uppgötvuðust. Beer sagði frá því að veirurnar hefðu stolið skjölum úr sýktum símum og fylgst með staðsetningu símans. Þá höfðu veirurnar einnig aðgang að lykilorðum notandans sem og dulkóðuðum skilaboðum. Hins vegar var hægt að losa sig við veirurnar með því einfaldlega að slökkva á símanum og kveikja aftur. Skaðinn væri þó skeður enda búið að stela mikilvægum upplýsingum. „Vegna þess hversu miklum upplýsingum var hægt að stela má gera ráð fyrir því að hakkararnir hafi aðgang að ýmsum aðgöngum og þjónustum með því að nota hin stolnu lykilorð. Jafnvel þótt veirunni hafi verið úthýst,“ skrifaði Beer í bloggfærslu um málið. Og þar sem aðgengið var svo mikið að upplýsingum notenda telur Beer að verðmiðinn, hvort sem hann var fyrrnefndar þrjár milljónir dala eða allt að tuttugu milljónum, sé nokkuð lágur. Slíkur sé mátturinn sem felst í því að geta stolið upplýsingum af og fylgst með notendum jafnmargra sýktra síma og hér er um að ræða. „Það eina sem neytendur geta gert er að vera meðvitaðir um þá staðreynd að fjöldaárásir sem þessar eru ennþá til og hegða sér í samræmi við þá staðreynd. Meðhöndla þarf snjallsíma bæði sem mikilvægan hluta daglegs lífs og sem tæki sem eru viðkvæm fyrir árásum.“
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent