Breyting í gervigras kostar borgarbúa átta milljónir króna Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2019 15:30 Víkingur ætlaði að láta laga grassvæðið en féll frá því og fór í gervigras þar sem fallegur fótbolti hefur sést í allt sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Reykjavíkurborg samþykkti á borgarráðsfundi í síðustu viku að greiða Gröfu og grjóti ehf. um átta milljónir vegna riftunar borgarinnar á samningi vegna endurbóta á grasvelli sem hætt var við. Vorið 2018 var ákveðið að skynsamlegt væri að hverfa frá kostnaðarsömum endurbótum á grasvöllum Víkings en setja þess í stað gervigras á aðalvöll félagsins. Þetta var að tillögu félagsins og var talin betri nýting á fjármunum borgarinnar þótt ljóst væri að þessi breyting á framkvæmdinni myndi þýða að greiða þyrfti verktaka vegna samnings um fyrirhugaðar endurbætur. „Þetta mál er klúður alveg sama hvernig á það er litið. Hér gerir borgin samning sem hún getur ekki staðið við og mun kosta borgarbúa 8 milljónir. 8 milljónir sem hent er út um gluggann,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í Flokki fólksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að það væri skaði að borgin þyrfti að greiða yfir 8 milljónir í bætur til verktaka og lögfræðikostnað vegna breyttra ákvarðana eftir að verkið væri boðið út. „Betra hefði verið ef þessar milljónir hefðu farið í bætta aðstöðu,“ segir í bókun flokksins. Meirihlutinn benti á að fullkominn heilsársgervigrasvöllur væri orðinn staðreynd sem nýttist frá morgni til kvölds. Samkomulag var samþykkt í borgarráði 26. apríl 2018 um uppbyggingu á aðalvellinum sem fólst í lagningu gervigrass ásamt snjóbræðslukerfi, vökvunakerfi og flóðlýsingu. Samkvæmt samkomulaginu var einnig hætt við fyrri áform um endurgerð grasæfingasvæðis. Bætur vegna riftunar eru 7.716.644 krónur, með vöxtum. Kostnaður við matsmann og lög-mannskostnaður er um 700 þúsund. Greiðslur fóru fram 16. ágúst. Samningurinn hljóðaði upp á 67 milljónir króna en í apríl var verktakanum tilkynnt að hætt væri við verkefnið. Í maí vildu lögmenn verktakans fá 38 prósent vegna hagnaðarmissis eða um 27,6 m. kr. auk útlagðs kostnaðar vegna vökvunarkerfis og kaupa á framdrifsvörubifreið sem keypt hafði verði sérstaklega vegna þessa verkefnis. Því var hafnað af borginni. Eftir að samkomulag náðist ekki var fenginn að málinu dómkvaddur matsmaður. Sá komst að fyrrgreindri niðurstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira